Einstaklingsmiðaður stuðningur í vinnu eða námi
Ung VIRK styðst við/beitir aðferðafræði sem kallast IPS og stendur fyrir Individual Placement and Support. Um er að ræða gagnreynda aðferðafræði sem miðar að því að aðstoða einstaklinga út á vinnumarkaðinn og hefur skilað góðum árangri.
Í IPS er virkni á vinnumarkaði eða í námi talin vera hluti af endurhæfingu einstaklings. Viðkomandi þarf ekki að vera búinn að ljúka starfsendurhæfingu áður en hann byrjar að prófa sig áfram á vinnumarkaði.
Boðið er upp á einstaklingsmiðaðan stuðning frá atvinnulífstengli bæði við atvinnuleit og áframhaldandi stuðning þegar viðkomandi er kominn í starf.
Þjónusta Ung VIRK er einstaklingsmiðuð, áætlun og áherslur eru gerðar í samráði við einstaklinga og úrræði valin í takt við það.