Fyrir hver er
Ung VIRK?
Ung VIRK er ætlað 16–29 ára ungmennum sem uppfylla þessi skilyrði:
- Hafa grunnskólapróf eða minna (ekki lokið stúdentsprófi eða sambærilegu)
- Eru með litla eða brotna vinnusögu og/eða hafa verið langan tíma frá vinnumarkaði (u.þ.b. 6 mánuði)
- Glíma við heilsubrest, s.s. andlegan eða líkamlegan vanda
Til þess að komast í starfsendurhæfingu undir formerkjum Ung VIRK þurfa þessir þrír þættir hér að ofan að vera til staðar.
Einnig hefur félagsleg staða og vanvirkni áhrif á hvort einstaklingur fellur undir Ung VIRK þjónustuleiðina. Þá er m.a. horft til félagslegrar einangrunar, fjárhagsvanda, neyslusögu, áfallasögu og þess hvort einstaklingur er á framfærslu sveitarfélaga eða tekjulaus.
Þau sem óska eftir þjónustu Ung VIRK þurfa að fá beiðni frá lækni eða viðurkenndum fagaðila innan heilbrigðiskerfisins um starfsendurhæfingu.